
Arctic Skyr
Arctic Skyr varðveitir íslenskar hefðir með viðbættu kollageni fyrir sterkari húð, liði og vöðva. Með ríku magni af próteini og silkimjúkri áferð er þetta fullkomið millimál fyrir okkur íslendinga.
Kollagen
Allar okkar vörur eru kollagen bættar og unnar úr þorskroði.
Kollagen er með mikilvægari próteinum líkamans og fer framleiðsla þess lækkandi með árunum.
Við viljum koma framleiðslu kollagens af stað í auknum mæli með okkar vörum
Sjálfbærni
Hjá Arctic Glow leggjum við mikla áherslu á sjálfbærni í allri starfsemi okkar. Við trúum því að hægt sé að sameina hollustu, gæði og umhverfisvernd í framleiðslu á hágæða skyri sem inniheldur kollagen úr fiskroði.
Við nýtum kollagen unnið úr fiskroði, sem er sjálfbær og umhverfisvæn lausn. Með því að nýta aukaafurðir sjávarútvegsins stuðlum við að minni sóun og aukinni nýtingu náttúruauðlinda. Fiskroð er náttúruleg og næringarrík uppspretta kollagens sem styður við bæði vellíðan og sjálfbæra matvælaframleiðslu.
Við nýtum einstaka eiginleika fiskroðs í hágæða kollagen með sjálfbærni að leiðarljósi.
Sjálfbærni snýst ekki aðeins um umhverfið heldur einnig um samfélagið. Við störfum með ábyrgum birgjum og leggjum áherslu á siðferðilega starfshætti í öllu virðiskeðjunni. Við viljum stuðla að heilbrigðari lífsstíl og bjóða upp á vörur sem styðja við bæði heilsu og umhverfisvernd.
Með því að velja Arctic Glow styður þú við sjálfbæra framleiðslu og vistvænar lausnir í matvælaiðnaði. Við vinnum stöðugt að því að bæta ferla okkar og leggja okkar af mörkum til umhverfisvænnar framtíðar.