Um okkur

Arctic Skyr er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á skyri með viðbættu kollageni. Varan er 100% íslensk og byggir á aldagömlum hefðum landsins.

Samspil kollagens og skyrs skapar hina fullkomnu íslensku blöndu – hið næringarríka skyr og kollagen úr íslenskum fiski, einni dýrmætustu auðlind þjóðarinnar. Skyrið er stútfullt af hollustu og stuðlar að vellíðan, á meðan kollagenið styrkir húð, hár og neglur.

Hjá Artic Skyr leggjum við áherslu á að þróa vörur fyrir fólk sem lifir heilsusamlegum lífsstíl og vill njóta næringar úr náttúrulegum og hreinum hráefnum.

Woman eating at outdoor table with a bowl of food, using a spoon. A pitcher and sugar shaker are on the table.